Á facebook síðu slökkviliðs Vestmannaeyja byrtist eftirfarandi póstur en vert er að hafa þessa hluti í huga á næstu vikum.

Nú þegar aðventan stendur sem hæst með öllum sínum fallegu rafmagns og kertaljósum viljum við minna fólk á að fara varlega fram að- og yfir hátíðirnar og tryggja öryggi sitt og sinna með því að…..
-fara aldrei frá logandi kertaljósi/skreytingu
-slökkva á öllum ljósum á nóttunni
-yfirfara reykskynjara-skipta um rafhlöðu
-yfirfara slökkvitæki
-hengja upp eldvarnateppið
-fara yfir flóttaleiðir