Mikið tjón hefur orðið á FES og ekki sér fyrir endann á því, óttast er að meira fari af klæðningunni á norður hlið húsins. Einnig hefur orðið tjón á salthúsinu hjá Vinnslustöðinni. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta eru útkallsverkefni hjá Björgunarfélaginu komin yfir 160 og óttast eru að þau verði fleiri þegar líður á nóttina.