Fárviðri í Vestmannaeyjum í gær og síðastliðna nótt

Í Vestmannaeyjum byrjaði að hvessa verulega um kvöldmatarleytið og kl. 19:00 var stöðugur vindur kominn í 40 m/s og 52 m/s í hviðum af norðvestri. Vindhraðinn var mikill fram á nótt og fór vind ekki að lægja fyrr en undir morgun. Þetta var mun meiri vindur en spáð hafði verið. Lögregla hafði varað við norðvestanáttinni, […]

Sextíu ára frá komu fyrsta Herjólfs minnst

  Klukkan 14.00 á morgun,  fimmtudaginn 12. desember eru 60 ár frá því fyrsti Herjólfur kom nýr til Vestmannaeyja. Það var mikið framfaraspor í samgögnum Eyjafólks því með tilkomu hans hófust reglulegar siglingar til Vestmannaeyja. Reyndar frá Reykjavík en einu sinni í viku var skutlast í Þorlákshöfn. Þessa verður minnst í Einarsstofu í Safnahúsi kl. […]

Jólatónleikar Kórs Landakirkju í kvöld kl. 20:00

Kirkjukór Landakirkju heldur árlega jólatónleika sína í kvöld, 11. desember og hefjast þeir kl. 20:00. Dagskráin verður sneisafull af hátíðlegum og hrífandi jólalögum líkt og undanfarin ár en kórinn hefur verið við stífar æfingar frá því snemma í haust. Tónleikarnir eru tvískiptir rétt eins og undanfarin ár en dagskráin hefst í sal safnaðarheimilis Landakirkju og […]

Saga mikilla framfara í samgöngum á sjó

Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari frá Skuld tók myndir þegar fyrsti Herjólfur lagðist nýr að bryggju kl. 14.00 laugardaginn 12. desember 1959. Þær verða sýndar ásamt fleiri myndum sem tengjast samgöngum á sjó í Einarsstofu kl. 17.00 á morgun, fimmtudag þegar sextíu ár verða frá komu skipsins. Þarna verða líka myndir af Herjólfi tvö og þrjú og […]

Komin yfir 100 verkefni, “með því verra sem við höfum fengist við”

“Þetta er svona með því verra sem við höfum fengist við,” sagði Arnór Arnórsson í samtali við Eyjafréttir. “Reynslu boltarnir eru að bera þetta saman við veðrið 1991 en það voru ekki svona nákvæmar skráningar eins og núna. Þannig það er erfitt að segja.” Útköll björgunarsveitarinnar eru komin yfir eitt hundrað og en þau hafa staðið yfir […]

Skólahald hefst kl. 10:00

Góðan dag. Það er enn bálhvasst og eftir samtal við lögregluna höfum við ákveðið að skólahald hefjist ekki fyrr en kl. 10 í dag. En þá á veðrið að hafa gengið niður. Skólinn er að sjálfsögðu opinn frá 7:40 en eðlilegt skólahald hefst ekki fyrr en kl. 10. Minnum á reglur skólans um veður og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.