Kór Landakirkju hélt árlega jólatónleika sína í gærkvöldi. Mikill undirbúningur stendur á bakvið tónleikana og endurspeglaðist það í þéttum og samstilltum kór. Tveir einsöngvarar komu fram á tónleikunum það var annarsvegar hin unga og efnilega Dagbjörg Lena Sigurðardóttir sem skilaði sínum söng vel til áhorfenda. Aðal einsöngvari kvöldsins var Silja Elsabet Brynjarsdóttir sem hefur skipað sér á sess með fremstu söngkonum landsins. Gestir á jólatónleikum kórs Landakirkju voru ekki sviknir að frammistöðu Silju eða annarra í gærkvöldi. Balázs Stankowsky lék svo undir á fiðlu í völdum lögum en þar er eins og Eyjamenn þekkja fer mikill fagmaður. Herforingi kvöldsins var svo að sjálfsögðu hin  hæfileikaríka Kitty Kovács stjórnandi og undirleikari kórsins, sem batt hópinn saman í frábæra upplifun fyrir tónleikagesti.

Það er óhætt að segja að tónleikagestir hafi gengið út í desemberkvöldið með jól í hjarta eftir notalega kvöldstund.

Englabossarnir voru að sjálfsögðu á sínum stað