Helgistund á jólum er lag desember mánaðar

Tólfta lagið og lag desembermánaðar og jafnframt síðasta lagið í verkefninu “Eitt lag á mánuði” sem BEST ( Bandalag Vestmanneyskra söngva- og tónskálda) hefur staðið fyrir undan farið ár, er að sjálfsögðu jólalag. Lagið heitir “Helgistund á jólum” og er eftir þá félaga Helga Rasmussen Tórzhamar og Sævar Helga Geirsson við texta Ólafs Týs Guðjónssonar. […]
Fréttabréf skólaskrifstofu komið út

Fréttabréf skólaskrifstofu Vestmannaeyja kom út í dag, stútfullt af fróðlegu efni úr skólasamfélaginu. Á meðal efnis er kynning á starfsmönnum skólaskrifstofu, umfjallanir um stóru upplestrarkeppnina, starfið á frístundaverinu, yndislestur á Kirkjugerði og áfram mætti telja. Fréttabréfið er hægt að nálgast með því að smella á slóðina hér að neðan: https://drive.google.com/file/d/1wD170ck7_QA0ZvOch3TBE7q3pO9SBvbf/view (meira…)
Leggja til tjaldsvæði á Þórsvelli og hugsanlega nýjan fótboltavöll í staðinn

Lögð fram fundargerð starfshóps um skipulag tjaldsvæða á Þjóðhátíð á fundi í Umhverfis- og skipulagsráð í gær. Meta Þórsvöll eftir þjóðhátíð Niðurstaða ráðsins var eftirfarandi: Ráðið er hlynnt því að framtíðar tjaldsvæði fyrir Þjóðhátíð verði á Þórsvelli. Ráðið telur mikilvægt að ekkert verði aðhafst fyrr en eftir að stóru fótboltamótin eru yfirstaðin sumarið 2020. Lagt […]
17. desember – Lukás Káza & Lucie Kázová | Að lifa í von

Að lifa í von er jóladagatal Landakirkju 2019. Í sautjánda glugganum eru Lukás Káza og Lucie Kázová (meira…)
Uppselt á frumsýningu í Eyjum

Sala á frumsýningu heimildarmyndarinnar Þrettándinn hefur gengið framar vonum og er uppselt á sýninguna í Eyjabíói föstudaginn 27. desember næstkomandi. „Enn eru til miðar á frumsýninguna í Háskólabíó 27. desember,“ segir Hrefna Díana Viðarsdóttir, einn höfunda myndarinnar. Miðasala á þessar sýningar er hluti hópfjármögnunar verkefnisins á söfnunarsíðu hjá Karolina Fund. Bætt hefur verið við sýningu […]