Jólablaði Eyjafrétta dreift til áskrifenda í dag

Efnismikið og myndarlegt Jólablað Eyjafrétta er borið út til áskrifenda í dag miðvikudaginn 18. desember. Í blaðinu má m.a. lesa um fótbolta- og frímerkjaáhuga Guðna Friðriks Gunnarssonar, sem er langt út fyrir mörk hins eðlilega. Fyrsta blaðaviðtalið sem Helgi Bernódusson, Eyjamaður og fyrrum skrifstofustjóri veitir. Margrét Lára Viðarsdóttir sem nýverið lagði fótboltaskóna á hilluna ræðir […]

Senda viðbragðsaðilum þakk­ir

Aðstand­end­ur Leifs heit­ins Magnús­ar Grét­ars­son­ar This­land á Íslandi og í Nor­egi hafa sent björg­un­ar- og viðbragðsaðilum þakk­ir sín­ar: „Í síðustu viku gerðist sá sorg­legi at­b­urður að dreng­ur­inn okk­ar Leif Magnús Grét­ars­son This­land lést af slys­för­um þegar hann féll í Núpá í Sölva­dal. Í þeirri miklu sorg sem slys­inu fylgdi fyr­ir fjöl­skyldu og vini Leif Magnús­ar […]

Heiðmar Þór og Jón Bjarki unnu Jólapakkamót Taflfélagsins

Skákkennslu krakka í Grunnskóla Vm. á vegum Taflfélags Vm. lauk með jólapakkamóti 15. des. sl. í skákheimili TV við Heiðarveg.   Alls tóku 20 krakkar þátt í mótinu en mun fleiri hafa tekið þátt í skákkennslu TV í haust.  Heiðmar Þór Magnússon var í 1. sæti í eldri flokknum , Ernir Heiðarsson í öðru sæti og […]

Heiðar­leiki og ruglaðir makrí­lút­reikningar

Kári Stefánsson, læknir og forstjóri, birti á dögunum grein í Fréttablaðinu þar sem hann kallaði Vilhjálm Árnason, prófessor í heimspeki, rugludall. Tilefnið er ný lög um vandaða starfshætti, í vísindum, sem Kári segir að Vilhjálmur standi fyrir. Í þeim skorti skilgreiningu á því hvað teljist vera „heiðarleg vinnubrögð“ í vísindum. Heiðarleiki sé hins vegar „eini […]

Einsi kaldi og Cristiano Ronaldo elska íslenskan saltfisk

Nú á dögum hélt Eyjapeyinn og matreiðslumeistarinn Einar Björn Árnason til Portúgal með það markmið að kynna íslenska saltfiskinn þar í landi. Einar Björn, eða Einsi kaldi eins og hann er jafnan kallaður, var í þessari ferð fulltrúi markaðsvekefnisins „Bacalhau da Islandia” sem Íslandsstofa hefur staðið að síðan árið 2013, í samstarfi við framleiðendur og […]

Heildarfjárfestingar ársins hækka um 98 milljónir

DCIM100MEDIAYUN00052.jpg

Á fundi bæjarráðs í hádeginu í gær 17. desember var tekin fyrir viðauki við fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2019. Samkvæmt viðaukanum eykst heildarfjárfesting samstæðu Vestmannaeyjabæjar um 98 m.kr. Á árinu 2019 samþykkti bæjarráð og framkvæmda- og hafnarráð nýjar fjárfestingar og framkvæmdir fyrir alls 108,5 m.kr., þar af 55 m.kr. til viðgerða á þaki Íþróttamiðstöðvar og 40 […]

Saltfiskur frá Eyjum afar vel þegin jólagjöf í Portúgal

saltfisktre.jpeg

Tveggja metra hátt jólatré úr saltfiski blasir við á matartorgi stórrar verslunarmiðstöðvar í Portúgal á aðventunni. Það segir allt sem segja þarf um virðingarsess saltfisks í jólahefðum Portúgala og þar hefur íslenskur saltfiskur sérstöðu. Á aðfangadagskvöld er gefið mál að saltfisk og saltfiskrétti sé að finna á langflestum veisluborðum fjölskyldna um allt Portúgal. „Helstu forsendur […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.