Efnismikið og myndarlegt Jólablað Eyjafrétta er borið út til áskrifenda í dag miðvikudaginn 18. desember.
Í blaðinu má m.a. lesa um fótbolta- og frímerkjaáhuga Guðna Friðriks Gunnarssonar, sem er langt út fyrir mörk hins eðlilega. Fyrsta blaðaviðtalið sem Helgi Bernódusson, Eyjamaður og fyrrum skrifstofustjóri veitir. Margrét Lára Viðarsdóttir sem nýverið lagði fótboltaskóna á hilluna ræðir um ferillinn. Ratnar Jónsson á Látrum rifjar upp æskuslóðir á Vestmannabrautinni. Tjaldurinn í Gvendarhúsi og Jólakrossgáta Eyjafrétta eru að sjálfsögðu á sínum stað.
Þetta og margt fleira, sem ætti að fara vel með jólakonfektinu, er á leið inn um lúgu áskrifenda og er nú þegar aðgengilegt hér á Eyjafréttir.is. Blaðið fæst einnig á Kletti, í Tvistinum og Krónunni í Vestmannaeyjum.

Góðar stundir.