Á fundi Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja sem fór fram í vikunni var greint frá því að þann 12.desember sl. voru opnuð tilboð í endurbyggingu Skipalyftukants árið 2020. Þrjú tilboð bárust í verkið en það var bygingarfyrirtækið Ísar ehf sem var lægst með boð uppá 98.645.800 kr. en kostnaðaráætlun hönnuðar nam Kr. 116.345.050

Hér má sjá þau tilboð sem bárust:

Ísar ehf. Kr. 98.645.800
Eyjablikk ehf. Kr. 128.244.175
PK verk ehf. Kr. 125.967.200

Niðurstaða var eftirfarandi:
Ráðið samþykkir að fela framkvæmdastjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Ísar ehf, á grundvelli fyrirliggjandi tilboða