Jólaball Kvenfélags Landakirkju

Kvenfélag Landakirkju heldur árlegt jólaball sitt í safnaðarheimili Landakirkju sunnudaginn 29. desember kl. 16.00. Tríó Þóris Ólafssonar heldur uppi fjörinu og kvenfélagið býður upp á heitt súkkulaði og með’í í hléi. Ef lukkan er svo með gestum mæta óvæntir gestir á svæðið með poka fulla af góðgæti. Að sjálfsögðu er frítt inn líkt og á […]

Stjörnuleikurinn í Landanum

Sjörnuleik ÍBV voru gerð góð skil í jólaþætti Landans á RÚV í gærkvöldi það var Eyjakonan Edda Sif Pálsdóttir sem vann innslagið ásamt Magnúsi Atla Magnússyni. Kaflan um stjörnuleikinn má finna hér (meira…)

Flugeldamarkaðir björgunarsveitanna

Björgunarfélag Vestmannaeyja opnar flugelasöluna hjá sér á morgun laugardag klukkan 13:00. Flugeldasalan er stærsta og mikilvægasta fjáröflun félagsins á hverju ári. Félagar í Björgunarfélaginu ætla að halda sýningu á nýjum vörum annað kvöld. Við höfðum samband við Adólf Þórsson og spurðum út í nýjungar á markaðnum. “Það er búið að bæta við í milli stærð af […]

Ljós

Ólafur F Magnússon sendi frá sér nýtt jólalag fyrir jólin, lagið ber nafnið Ljós. Lagið er sungið af Guðlaugu Dröfn Ólafsdóttur, sem er einmitt alin upp á Sólvangi, en lagið er eftir Ólaf Magnússon “frá Sólvangi,” eins og afi hans og alnafni var gjarnan kallaður. “Lag og ljóð er eftir mig og kom hratt og örugglega […]

Knattspyrnunámskeið Meistaraflokks ÍBV

Dagana 27. – 30. desember mun meistaraflokkur karla hjá ÍBV standa fyrir knattspyrnunámskeiðum fyrir yngri iðkendur félagsins. Þetta er liður í fjáröflun félagsins fyrir æfingaferð í vor. Námskeiðin verða tvö, annars vegar 6. og 7. flokkur karla og kvenna klukkan 11-12 og hinsvegar 4. og 5. flokkur karla og kvenna klukkan 12:30-13:30. Verðið er 5.000kr […]

Mikil bót fyrir sjúkraflutninga fyrir Vestmannaeyjar

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu heilbrigðisráðherra sem felur í sér undirbúning tilraunaverkefnis um notkun sjúkraþyrlu til að styrkja sjúkraflutninga í landinu og veita þannig bráðveikum og slösuðum sérhæfða þjónustu með sem skjótustum hætti. Heilbrigðisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra hefur verið falið að útfæra fjármögnun og tímasetningu verkefnisins. Eins og fram kemur í minnisblaði heilbrigðisráðherra til ríkisstjórnarinnar […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.