Björgunarfélag Vestmannaeyja opnar flugelasöluna hjá sér á morgun laugardag klukkan 13:00. Flugeldasalan er stærsta og mikilvægasta fjáröflun félagsins á hverju ári. Félagar í Björgunarfélaginu ætla að halda sýningu á nýjum vörum annað kvöld. Við höfðum samband við Adólf Þórsson og spurðum út í nýjungar á markaðnum. “Það er búið að bæta við í milli stærð af kappatertum og svo eru komnar nýjar bardagatertur í viðbót við flóruna. Einnig eru öll blys kominn í pakka og eru á vægast sagt frábærum verðum.” sagði Adólf í samtali við Eyjafréttir.

Opnunartíminn er eftirfarandi:

28. des. 13:00-21:00
29. des. 10:00-21:00
30. des. 10:00-21:00
31. des. 09:00-16:00

3. jan. 13:00-18:00 (sama opnun þann 4. er Þrettándagleðin frestast)