Hið margrómaða flugeldabingó handknattleiksdeildar ÍBV íþróttafélags verður haldið sunnudaginn 29.desember kl.16:00 í Höllinni en bingóið er haldið í samstarfi við Höllina.

Eins og venjulega verða glæsilegir vinningar í boði og gríðarlega góð stemning.

Bingóstjóri í ár verður Grétar Þór Eyþórsson og verður hann með gott fólk sér til halds og trausts.

Við hvetjum alla til þess að mæta, eiga skemmtilegan eftirmiðdag saman og styrkja í leiðinni íþróttastarfið á eyjunni okkar fögru.

Áfram ÍBV
Alltaf, alls staðar!

Hátíðarkveðjur,
Handknattleiksráð ÍBV íþróttafélags