Guðjón Guðmundsson ræddi við Helga Sigurðsson, þjálfara meistaraflokks karla í fótbolta hjá ÍBV í sportpakkanum á stöð 2. Fram kom í máli helga að hann væri að takast á við nýja áskorun í vor þegar hann stýrir ÍBV í Inkassodeild karla eftir að hafa verið í þrjú ár með Fylki. Helgi segir markmiðið að að fara beint upp í deild þeirra bestu á ný.

„Þetta verður auðvitað vandasamt verk, en mikil áskorun og skemmtilegt verkefni framundan,“ sagði Helgi við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

 

Helgi segir umhverfið í Eyjum krefjandi en er tilbúinn í það.

„Það er ekkert sem hræðir mig, ég veit hvað ég stend fyrir.“

Vísir.is