Einn þekktasti listamaður Vestmannaeyja er Júlíana Sveinsdóttir (1889-1966).
Hún varð ein fárra kvenna sem braust til æðstu mennta sem listamaður og gerði myndlistina að ævistarfi. En Júlíana var einnig þekkt sem fágætur snillingur í veflist.
Á sýningunni verða sýnd þau málverk eftir Júlíönu sem til eru í eigu Vestmannaeyjabæjar sem og verk sem fengin eru að láni hjá Íslandsbanka. Þá er einnig til sýnis vefstóll hennar og liggja með hálfunnið og fullbúið verk eftir hana á stólnum.

Rétt er að vekja athygli á því að nýárssýningin er aðeins uppi við þennan eina dag kl. 13-16.

Allir hjartanlega velkomnir, kaffi og konfekt á borðum.

Með nýárskveðju frá Listvinum Safnahúss.