Þriðja mest lesna fréttinn á vef Eyjafrétta 2019 er pistill Berglindar Sigmarsdóttur, formanns Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja.
Þar talar hún um þau fjölmörgu fyrirtæki í ferðaþjónustunni í Eyjum sem þurft hafa að hætta rekstri vegna brostinna forsenda. Þá sérstaklega varðandi samgöngur.

Nýr Herjólfur kom loks til Eyja um miðjan júní en sigldi þó ekki sigldi sína fyrstu áætlunarferð til Landeyjahafnar fyrr en þann 25. júlí þar sem ekjubrú og fleira pössuðu ekki nýja skipinu.
Miklar tafir urðu á afhendingu skipsins í Póllandi vegna deilu um viðbótarkostnað og hélt skipasmíðastöðin skipinu lengi vel í gíslingu ef svo má að orði komast.
Nýtt félag í eigu Vestmannaeyjabæjar tók við rekstri Herjólfs í lok mars.

 

Dregin á asnaeyrum!