Fjórða mest lesna frétt ársins á vef Eyjafrétta er pistill frá þáverandi ritstjóra Eyjafrétta Söru Sjöfn Grettisdóttir.

Þar talar hún um hvernig hver mínúta getur skipt sköpum í biðinni eftir læknisaðstoð. Hún veltir upp þeirri spurningu hvort einhver þurfi að deyja í biðinni eftir sjúkraflugvélinni til að eitthvað breytist.
Mikil umræða um Þyrlupall á Heimaey var á árinu og flutti Ásmundur Friðriksson þingsályktunartillögu um slíkt á alþingi í september. Bæjarráð Vestmannaeyjabæjar tók undir tillögunar á fundi sínum í nóvember. En tillagan gerir ráð fyrir að þyrlupalli verði komið fyrir á Heimaey eigi síðar en árið 2021.

Sara Sjöfn lét af störfum á Eyjafréttum í lok júlí. Ný stjórn og nýr ritstjóri hjá Eyjasýn, útgáfufélagi Eyjafrétta, voru kynntir til leik um miðjan ágúst. Egill Arnar Arngrímsson tók þá við sem ritstjóri en óx starfið eitthvað í augum og við tók Sindri Ólafsson sem ritstýrir Eyjafréttum í dag.

Þarf fólk að deyja í biðinni svo eitthvað breytist?