Á meðal síðustu verka Land­helg­is­gæsl­unn­ar (LHG) á síðasta ári var æf­ing áhafn­ar þyrlunn­ar TF-LIF þann 21. des­em­ber. Þá var haldið til Surts­eyj­ar til að at­huga með ástand á Páls­bæ, í kjöl­far óveðurs­ins sem gekk yfir landið um miðjan des­em­ber.

Þar reynd­ist allt vera í lagi, sagði Ásgeir Er­lends­son, upp­lýs­inga­full­trúi LHG.

Eins og mörg fyrri ár stóð Land­helg­is­gæsl­an í ströngu á liðnu ári og voru út­köll flug­vél­ar­inn­ar TF-SIF og þyrlna LHG orðin alls 219 þegar Morg­un­blaðið hafði sam­band í árs­lok. Er það nokkuð minna en fyrra ár, en þá var sett met í fjölda út­kalla. Voru þau alls 278 árið 2018.

Af 219 út­köll­um árs­ins 2019 hafa 104 verið í hæsta for­gangi, en til sam­an­b­urðar voru 115 í hæsta for­gangi. Voru því hlut­falls­lega fleiri út­köll í hæsta for­gangi árið 2019 en fyrra ár.

mbl.is greindi frá