Adólf Þórsson var ánægður með flugeldasöluna um áramót „Enn og aftur sýna bæjarbúar ótrúlegan stuðning og erum við gríðarlega þakklát fyrir stuðninginn. Salan var yfir meðallagi“. Félagar í Björgunarfélaginu höfðu áhyggjur af því að veðurspá gæti sett strik í reikninginn hjá þeim. „Veðrið getur haft áhrif, og þá sérstaklega hvernig vöru bæjarbúar kaupa og hvenær þeir koma og versla flugelda hjá okkur“, sagði Adólf í samtali við Eyjafréttir.

Flugeldasalan verður opin frá 13:00-19:00 á morgun föstudag. Allar vörur verða á 25% afslætti.