Jól og áramót fóru vel fram í Eyjum

Eyjamenn tóku á móti nýju ári með hressilegri skothríð eins og hefð er fyrir. Engin útköll bárust til lögreglu vegna flugendaslysa eða bruna.  Áramótin fóru fram með ágætum og engin teljanleg mál sem komu upp á þeim bænum.

Slökkviliðið fékk frí

Sama var að segja hjá slökkviliðinu en ekkert útkall barst um áramótin. „Nei við sluppum sem betur fer við allt slíkt um áramótin“, sagði Friðrik Páll Arnfinnsson í samtali við Eyjafréttir. „Þó hættan sé meiri á þessum tíma þá kviknar sem betur fer ekki alltaf í. Áramótin 2017-2018 var eitt útkall og  sömuleiðis 2018-2019. Það eru einu „áramóta tengdu“ útköllin síðan a.m.k. 2016.“

aðalfundur 2021

Pest að ganga

Engin tilfelli bruna eða flugeldaslys bárust inn á heilsugæsluna í Eyjum en eins og margir hafa orðið varir við þá hafa pestir verið jólagestir á mörgum heimilum þessi jólin. „Mikill erill hefur verið á heilsugæslunni aðallega vegna margra frídaga og pesta sem eru að ganga yfir samfélagið, en allt hefur gengið vel,“ sagði Davíð Egilsson yfirlæknir á heilsugæslu HSU í Vestmannaeyjum.

Uppbyggingarsjóður

Mest lesið