Glæsileg Þrettándahátíð – myndir

Þrettándagleði ÍBV var haldin með pompi og pragt í gærkvöldi. Dagskráin fór vel fram í köldu en annars góðu veðri. Gríla og allt hennar hiski kvaddi Eyjamenn með hefðbundinni skrúðgöngu, flugeldum og varðeldi sem reyndar varð víðfermari en til stóð. Ljósmyndari Eyjafrétta var á sjálfsögðu á ferli og tók þessar myndir. (meira…)
ENGIN LEIT – ENGIN LOÐNA

Ekkert skip hefur enn haldið til loðnuleitar. Stjórnvöld hafa ekki yfir fullnægjandi skipakosti að ráða sem þarf til leitar og þau hyggjast ekki nýta sér aðra kosti í stöðunni, sem þeim þó stendur til boða; það er að semja við aðila um að annast hluta verkefnisins. Slíkt fyrirkomulag er þó vel þekkt. Að óbreyttu eru […]
Tröllagleði, búðaráp og bíó

Dagskrá þrettándagleðinnar heldur áfram í dag og hefst með tröllagleði í Íþróttamiðstöðinni. Laugardagur 4. janúar 12:00-15:00 Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Tröllagleði. Fjölskyldan getur komið saman og leikið sér í íþróttasölum undir stjórn Söndru Dísar Sigurðardóttur, handboltakonu. Endilega mæta sem flest. 12:00-16:00 Langur laugardagur í verslunum. Trölla tilboð og álfa afslættir í gangi hjá verslunum. 15:00 Eyjabíó. Þrettándinn – heimildarmynd um þrettándagleðina […]