Miðjumaðurinn Emma Kelly sem gekk til liðs við ÍBV í byrjun sumars hefur yfirgefið herbúðir ÍBV og gengið til liðs við Birmingham í ensku úrvalsdeildinni.
Emma er ekki nýgræðingur í ensku deildinni en hún hefur áður verið á mála hjá Sunderland. Einnig á hún nokkra leiki með U19 landsliði Englands.

Emma spilaði stórt hlutverk í liði ÍBV í sumar og er klárt að söknuður verður af henni.