Markmið okkar er að mennta fólk til nýrrar hugsunar

sagði Helga Kristín Kolbeins skólameistari í ræðu sinni við útskrift frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum í enda desember

Við getum verið sammála um að ein meginstoð framfara og hagvaxtar í þjóðfélögum er menntun og þar með þekking sem hægt er að nota til framfara. Í sjávarplássi eins og í Vestmannaeyjum er undirstaða framfara, menntun einstaklinga. Einstaklinga sem síðan með þekkingu sinni, störfum og reynslu byggja upp samfélagið og fyrirtækin sem þeir starfa hjá.
Við erum lánsöm að hafa hér góðan og vel búinn Framhaldsskóla þar sem boðið er upp á fjölbreytt nám. Við erum sífellt að leita leiða til að bæta starfið gera það öflugra, ná betri árangri og vera skilvirkari. Við finnum mikinn stuðning frá samfélaginu hér i Eyjum og vil ég nota tækifærið og þakka þann hlýhug sem ríkir til skólans.
Það er staðreynd að skóli eins og Framhaldsskólinn þarf að vera með tækja- og tæknibúnað eins og best gerist á hverjum tíma og tryggja þar stöðuga endurnýjun til að nemendur verði hæfari og taki með sér nýjustu þekkingu og tækni út í atvinnulífið.
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hefur verið að vinna með þennan veruleika undanfarin ár. Mikið átak er í að endurnýja kennslutæki skólans, CNC rennibekkir hafa leyst hefðbundnu bekkina af, sýndarveruleiki er nýttur í kennslunni. Útvegaðar hafa verið nýjar vélar til kennslu í vélstjórnargreinum ásamt hermum og fleiri tækjum. Stefnan er sett á að koma upp róbótum sem munu nýtast í kennslu því þeir eru veruleiki framtíðarinnar og við sjáum þá í æ ríkara mæli notaða í samstarfsskólum okkar í Evrópu.
Þegar við skoðum hvert hlutverk skólans er þá hugsa sumir að skólinn ætti að kenna nemendum það sem ætlast er til að þeir læri, og síðan væri ágætt ef þeir eru agaðir til í leiðinni.

Efni á þessari síðu er aðeins fyrir áskrifendur. Vinsamlegast skráðu þig inn til að lesa meira eða gerast áskrifandi.

Existing Users Log In
   

Mest lesið