Síðastliðið sumar fóru starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands og Landmælinga Íslands til Surtseyjar í þeim tilgangi að kortleggja eyjuna með myndatöku úr dróna og þyrlu. Ein af afurðum kortlagningarinnar er nákvæmt þrívíddarlíkan sem nú hefur verið birt á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Verkefnið er eitt af þeim fyrstu sem unnin eru á nýrri loftljósmyndastofu sem vistuð er á jarðfræðideild stofnunarinnar. Þar er lögð áhersla á ljósmyndun úr lofti og byggist myndvinnsla á myndmælingatækni sem felst í úrvinnslu mynda til mælinga og þrívíddarnotkunar. Líkanið af Surtsey er byggt á á um það bil 1500 myndum, ásamt upplýsingum um staðsetningu þeirra og mælipunktum á jörðu. Það getur nýst jarðvísindamönnum við ýmis verkefni, meðal annars til að áætla hversu mikið eyjan hefur minnkað að rúmmáli vegna sjávarrofs frá því hún varð til. Þrívíddarlíkanið er að auki áhugavert fyrir almenning því hægt er að horfa yfir eyjuna og skoða hana frá ýmsum hliðum.

Líkanið birtist á síðunni á innan skamms sé nettenging góð og eftir það er vinnsluhraðinn góður. Það má einnig nálgast hér

Tekið af vef Náttúrufræðistofnunar Íslands