Árni Friðriksson til loðnuleitar ásamt tveimur veiðiskipum

Í byrjun þriðju viku janúar mun RS. Árni Friðriksson halda til loðnuleitar og mælinga ásamt tveimur uppsjávarveiðiskipum. Óvissa hefur verið undanfarna daga með þátttöku veiðskipa í leitinni. Útgerðir uppsjávarskipa hafa komið að loðnuleit og mælingum á síðustu árum. Í ár stóð það einnig til. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) fyrir hönd útgerðanna hafa hins vegar […]

Ókembd börn send heim

Tilkynning um lúsina er fastagestur í pósthólfum foreldra allan ársins hring. Eftirfarandi póstur barst í dag foreldrum barna í 1. bekk Grunnskóla Vestmanneyja. “Sæl veri þið Lúsin heldur áfram að poppa upp hjá okkur í skólanum og því þurfum við að gera róttækar aðgerðir. Í dag fóru nemendur heim með blað þar sem þið verðið að kemba börnin og kvitta […]

Getum við?

Í lífinu skiptast ávallt á skin og skúrir hjá okkur mannfólkinu, í nærumhverfi okkar, í landsmálum, svo og í heimsmálunum sjálfum. Nýliðið ár var engin undantekning að þessu leyti.  Því miður eru vandamál jarðarinnar allrar sífellt að verða alvarlegri og ef leiðtogar heimsins vakna ekki til ábyrgðar mun ástandið enn eiga eftir að versna. Um […]

Næst getur töfin kostað mannslíf

Eyjar.net greindi frá því í dag að sjúkraflugvél Mýflugs hafi verið 80 mínútum yfir þeim hámarkstíma (105 mín) sem kveðið er á um í samningi Sjúkratrygginga Íslands og Mýflugs um sjúkraflutninga á hæsta forgangsstigi. Alls voru þetta 185 mínútur sem umræddur sjúklingur þurfti að bíða til að komast upp í vél. Þá átti eftir að flytja […]

Clara valin í U-19

Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U-19 landsliðsins valdi í dag Clöru Sigurðardóttur í æfingahóp liðsins er kemur saman dagana 22.-24. jan. Æfingarnar eru liður í undirbúningi liðsins fyrir La Manga mótið sem verður haldið á Spáni í byrjun mars og fyrir milliriðil er leikinn verður í Hollandi um miðjan apríl. (meira…)

Erlingur hefur leik á EM

Evrópumót karla í handbolta hefst í dag með fjórum leikjum en mótið fer fram í Austurríki, Noregi og Svíþjóð. Erlingur Richardsson og hollensku strákarnir hans fá verðugt verkefni í fyrsta leik þar sem þeir mæta Þjóðverjum í C-riðli mótsins klukkan 17:15 í Þrándheimi í Noregi. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV 2 (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.