Biður vegfarendur að sýna tillitssemi

Mikið vonsku veður gengur nú yfir Vestmanneyjar með mikilli ofankomu. Ekki er vitað hver meðal vindhraði á Stórhöfða var kl. 12:00 þar sem ekki bárust neinar tölur þaðan en það gerist allt of oft þegar það hvessir.

Starfsmenn áhaldahúsins hafa verið fyrir hádegi við störf að losa frá niðurföllum en víða í bænum hafa myndast stórir pollar. Það gerir þó starfsmönnum áhaldahúsins mjög erfitt fyrir hversu hratt og nálægt þeim ökumenn keyra. Stafmsmaður í áhaldahúsinu sem Eyjafréttir hitt nú fyrir hádegi sagði að þetta væri bara hver gusan á fætur annari allt of fáir hægja á bílnunum heldur vaða í pollana með til heyrandi gusugangi. Hann bað fólk um að sýna meiri tillitssemi.

Þá barst tilkynning til aðstandenda barna í Hamarsskóla um að sækja börnin þar sem mjög hvasst og hált er við skólan og spáð vaxandi vindi eftir hádegi.

VEY- Starf sérkennsluráðgjafa leikskóla

Mest lesið