Slökkviliðið í Vestmannaeyjum var ræst út í gær vegna bruna í ruslatunnu við Kviku menningarhús. Tryggvi Kr. Ólafsson sagði í samtali við Eyjafréttir að málið væri upplýst þar hefðu verið á ferðinni ungir drengir á aldrinum 13-15 ára. Höfðu þeir hent flugeldi í tunnuna þannig að það kviknaði í henni.  Eina tjónið var á tunnunni sem brann til ösku.