Það sem af er ári hefur slökkviliðið verið ræst tvisvar sinnum út af Neyðarlínunni. Í fyrra skiptið þann 4.janúar þar sem bregðast þurfti við vatnsleka í gistihúsi vegna krapa og hláku og svo aftur í gærkvöldi þegar tilkynnt var um eld í ruslakari sem stóð upp við útvegg á menningarhúsinu Kviku. Greiðlega gekk að slökkva og fyrir utan karið sjálft þá urðu skemmdir minniháttar. Grunur er um íkveikju eða fikt með flugelda. Fyrsta æfing ársins var líka haldin þann 4.jan s.l. en þá fórum við um borð í Herjólf III þar sem æfð var reykköfun og leit/björgun í farþegarýmum skipsins.