Kári Kristján og félagar í íslenska landsliðinu í handbolta hefja leik á EM karla í dag kl. 17.15. Þá mæta þeir ríkjandi heims- og ólympíumeisturum Dana.

Fjöldi Eyjamanna verður á leiknum og styður strákana úti í Malmö. Þeir sem ekki áttu heimangegnt þurfa þó ekki að örvænta því leikurinn verður sýndur á í það minnsta tveimur stöðum í Eyjum. Þar verður stemningin verður sennilega ekkert síðri.

Ölstofa The Brothers Brewery ætlar að opna gestastofuna sína í dag og sýna leikinn. “Þar sem við náum ekki öll að fara til Malmö eins og Kjartan Vídó þá ætlum við að sýna landsleikinn í gestastofunni. Byrjum þetta á Ungverjaland vs Rússland kl 14:50 og svo Danmörk vs Ísland kl 17:05,” segja þeir bræður á Facebook síðu sinni.

Fyrir þá sem vilja upplifa enn betur stemninguna í stúkunni ætlar Eyjabíó einnig að bjóða Eyjamönnum frítt í bíó og fylgjast með leiknum á stóra tjaldinu.

Áfram Ísland!