Grafskipið Dísa hefur legið bundið við bryggju í Eyjum í nokkra daga en skipið er hér til að sinna viðhaldsdýpkun í Landeyjahöfn. Andrés Þ. Sigurðsson sagði í samtali við Eyjafréttir að ekki væri búið að mæla því ekki vitað hvort það þyrfti að dýpka.

Eftir lægðaganginn sem gengið hefur yfir landið er ekki ósennilegt að það þurfi að dýpka eitthvað en það sér ekki fyrir endann á veðrinu og því óljóst hvenær verður mælt og þá dýpkað. „Það er ekki ákveðið, en trúlega er farið við fyrsta tækifæri,“ sagði Andrés.