Viðbótarkojur frestast enn

Bæjarráð

Mynd: Guðmundur Alfreðsson

Bæjarráð fundaði í hádeginu í dag og til umræðu voru samgöngumál í fundargerðinni kemur fram samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni verða frekari tafir verða á afhendingu og uppsetningu þeirrar viðbótarsvefnrýma sem koma á fyrir um borð í skipinu þar sem framleiðandi þeirra er á eftir áætlun með framleiðsluna. Stefnt er að uppsetningu á síðari hluta febrúarmánaðar.

Dýpið í Landeyjahöfn er gott þrátt fyrir mikinn veðurham undanfarnar vikur á mánuði. Höfnin er opin hvað dýpi varðar en veður hefur hamlað reglulegum siglingum til og frá Landeyjahöfn. Dýpið á rifinu er orðið í minna lagi og þarf að dýpka þar fljótlega. Til stendur að dýpka um leið og veður leyfir. Dýpkunarskip Björgunar er tilbúið til dýpkunar og bíður færis í Eyjum.

Niðurstaða bæjarráðs í málinu var eftirfarandi:

Bæjarráð óskar eftir því við Vegagerðina að allt kapp verði lagt á að þau útskiptanlegu svefnrými sem samið var um við smíði ferjunnar, verði kláruð hið allra fyrsta. Mesta þörfin fyrir svefnrými er yfir háveturinn þegar veður er sem verst.

Jólafylkir 2019

Mest lesið