Helena og Þóra Björg æfa með U-16

Helena og Þóra Björg Mynd: ÍBV

Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari U-16 ára landsliðs Íslands valdi í dag tvo leikmenn ÍBV til æfinga með liðinu en æfingarnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu í lok janúar.  Jörundur Áki valdi þær Þóru Björgu Stefánsdóttur og Helenu Jónsdóttur frá ÍBV.
Utan hefðbundinna æfinga fá leikmenn fræðslu um fyrirbyggingu meiðsla ásamt því að mælingar verða gerðar á hópnum.

ÍBV óskar þeim Þóru Björgu og Helenu innilega til hamingju með þennan árangur

ibvsport.is

Uppbyggingasjóður 2020

Mest lesið