Mannamót fer nú fram í Kórnum í Kópavogi og er opið til kl 17.00. Enginn aðgangseyrir er fyrir gesti á sýninguna.
Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er hugsað sem kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru víðs vegar um landið. Ísland hefur mikið upp á að bjóða og Mannamót hjálpa til við að mynda og efla tengsl innan ferðaþjónustunnar. Gestum á Mannamótum gefst kostur á kynna sér það sem mismunandi landshlutar eru að bjóða uppá með áherslu á vetrarferðaþjónustu.

Margir Eyjamenn lögðu leið sína á sýninguna til að sýna sig og sjá aðra.