Bergey VE kom í fyrsta skipti til heimahafnar í Vestmannaeyjum í morgun. Skipið er smíðað í skipasmíðastöðinni Vard í Aukra í Noregi, og var sjósett í sumar og kom til landsins í haust en hefur verið á Akureyri þar sem fór sram skvering á millidekkinu. Áformað er að taka veiðarfæri og annað smálegt í Eyjum áður en haldið er til veiða.

Bergey er systurskip Vestmannaeyjar VE. Skipin eru smíðuð fyrir Berg-Hugin í Vestmannaeyjum, sem er dótturfyrirtæki Síldarvinnslunnar. Vestmannaey var fyrsta skipið af sjö sömu gerðar sem Vard smíðar fyrir íslensk útgerðarfyrirtæki.