Fiskimjöls verksmiðja Ísfélagsins, FES varð fyrir talsverðu tjóni í óveðrinu sem gekk yfir landið þann 10. Desember síðastliðinn. Þá rofnaði klæðning á norðurgafli hjúsins og hráefnistankur beyglaðist undan vindinum. Viðgerðir hafa staðið yfir undanfarna daga við heyrðum í Páli Scheving og spurðum hann út í málið. „Við erum að setja gjarðir á tankinn, samkvæmt sérfróðum það á að duga gagnvart burðarþoli.“ Páll sagði að heildarkostnaður vegna tjónsins lægi ekki fyrir. „Varðandi klæðningu þá er verið að meta hvaða leið á að fara, sennilega verður sett ný klæðning á stóran hluta af húsinu,“ sagði Páll að lokum.