Herjólfi snúið við á leið til Þorlákshafnar

Tilkynning var að berast frá Herjólfi en þar kemur fram að ekki sé veður til siglinga og er Herjólfur því að snúa við til Vestmannaeyja! Því fellur 20:45 ferðin niður sem áætluð var frá Þorlákshöfn í kvöld. Ákvörðun sem þessi er tekin með hagsmuni farþega og áhafnar í huga. (meira…)

Skipar hæfnisnefndir vegna stöðu Sýslumannsins í Vestmannaeyjum

Dómsmálaráðherra hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu Ríkislögreglustjóra, Lögreglustjórans á Austurlandi og Sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Eftirtaldir voru skipaðir í hæfnisnefnd vegna skipunar í stöðu Ríkislögreglustjóra: Andri Árnason, hæstaréttarlögmaður, formaður, Björn Rögnvaldsson, sérfræðingur hjá kjara og mannauðssýslu ríkisins Ragnhildur Helgadóttir, lagaprófessor í HR Eftirtaldir voru skipaðir í hæfnisnefnd vegna embætta Lögreglustjórans á Austurlandi og Sýslumannsins í Vestmannaeyjum: Kristín […]

2Þ átti lægsta tilboð í nýja slökkvistöð

Nú fyrir stundu voru opnuð tilboð í byggingu nýrrar slökkvistöðvar og breytingar á aðstöðu Þjónustumiðstöðvar að Heiðarvegi 14. Heildarstærð viðbyggingar er 635 m2 og endurbætur á eldra húsnæði um 280 m2. Tvö tilboð bárust í verkið og voru þau bæði undir kostnaðaráætlun sem var kr. 455.831.100. 2Þ ehf.  bauð kr. 407.591.617 og Steini og Olli […]

Strákarnir fengu FH heima í bikarnum

Dregiðr var í hádeginu í dag í 8-liða úrslit Coca Cola-bikarsins í handbolta. Leikirnir í 8-liða úrslitum fara fram 5. og 6. febrúar. ÍBV fengur bikarmeistara FH á heimavelli, aðrir leikir eru: Aftureldingar-ÍR Haukar-Fjölnir Stjarnan-Selfoss (meira…)

47 ár frá upphafi gosins í Vestmannaeyjum – Nú þarf Flateyri slíkan stuðning

Í dag eru 47 ár frá upphafi gossins á Heimaey. Þessi dagur gerir mig ætíð tilfinningasaman og við fjölskyldan höfum það sem venju að gera okkur dagamun.  Við, eins og svo margir minnumst þess  þegar jörðin rifnaði í jaðri byggðarinnar í Vestmannaeyjum og glóandi hraun vall úr.  Ég var þá fjögurra ára og sá náttúruhamfarirnar þeim augum.  Myndin […]

Reyndi miklu meira á húsmæðurnar og mömmurnar sem urðu að sjá um allt

„Við bjuggum þá að Illugagötu 25 eins og við höfum gert í 50 ár. Við höfðum stolist til að fara einn hring í kringum Helgafell á Skodanum. Börnin sofnuð og alveg yndislegt veður eftir brjálað veður um daginn. Þetta gerðum við stundum þegar krakkarnir voru sofnuð. Eftir þetta fórum við heim að sofa.“ Þannig lýsir […]

Humarafli ársins verði ekki meiri en 214 tonn

Hafrannsóknastofnun ráðleggur að humarafli ársins 2020 verði ekki meiri en 214 tonn svo fylgjast megi með stærðarsamsetningu og dreifingu stofnsins. Jafnframt leggur stofnunin til að allar humarveiðar verði bannaðar í Jökuldjúpi og Lónsdjúpi til verndar uppvaxandi humri. Til að minnka álag á humarslóð ráðleggur Hafrannsóknastofnun að veiðar með fiskibotnvörpu verði áfram bannaðar á afmörkuðum svæðum […]

Veðrið þjappaði hópnum saman

Nú í byrjun árs var haldin hér í Eyjum áhugaverð vinnustofa á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Fab Lab Íslands í Vestmannaeyjum. Áhersla var lögð á menntaverkefni, CAD/CAM og samstarf. Fulltrúar allra Norðurlandanna, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands, Færeyja, Grænlands og Íslands sendu sína fulltrúa ásamt því að fulltrúar frá Japan, Belgíu og Englandi komu á staðinn […]

Það er bara endalaus bræla

Það var svipað stef og undanfarnar vikur hjá sjávarútvegsaðilum í Eyjum í vikunni. Bræla eftir brælu og ekkert útlit fyrir betri tíð. „Það er bara endalaus bræla, suðvestan áttir og haugasjór. Það kemur nú ekki á óvart þótt séu brælur í janúar en þetta er engu líkt,“ sagði Sverrir Haraldsson hjá Vinnslustöðinni þegar við ræddum […]

Ég er ótvíræður Yatzy-meistari liðsins

Eins og eflaust hefur ekki farið framhjá neinum tekur Íslenska landsliðið í handbolta þátt í úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins þessa dagana. Þar er okkar maður, Kári Kristján Kristjánsson, í stóru hlutverki. Við heyrðum í Kára á milli leikja, í miðri Yatsy viðureign. Nafn: Kári Kristján Kristjánsson. Fæðingardagur: 28. okt. 1984. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjum. Fjölskylda: Giftur Kiddý. Á Klöru […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.