Í dag eru 47 ár síðan Heimaeyjargosið hófst. Rétt eftir miðnætti 23. janúar 1973 opnaðist jörðin austan við Kirkjubæ, sem fóru undir hraun eins og svo fjölmörg önnur hús á næstu vikum og mánuðum. Vel tókst að koma Eyjamönnum frá Heimaey þar sem flotinn var að mestu leyti í landi vegna óveðurs daginn áður en gosið hófst.

Við rákumst á þennnan skemmtilega þátt á youtube sem gefin var út árið 1993. Þar má sjá mikið af myndefni frá gosinu og eins skemmtleg viðtöl og mannlífsmyndir frá árunum uppúr 1990.