Á haustmánuðum auglýsti Fiskistofa eftir sérfræðingi á veiðieftirlitssvið stofnunarinnar. Var tekið fram í atvinnuauglýsingunni að aðsetur starfsmannsins yrði á Akureyri, Ísafirði eða í Vestmannaeyjum. Björg Þórðardóttir hefur nú verið ráðin í stöðuna. Björg er sjávarútvegsfræðingur með mastersgráðu í forystu og stjórnun, fædd árið 1989. Hún er í sambúð með Birni Björnssyni og eiga þau eina dóttur. Björg hefur þegar hafið störf hjá Fiskistofu í Vestmannaeyjum og bætist hún þar með við í hóp þeirra tveggja starfsmanna Fiskistofu sem fyrir eru.