Undanfarin ár hefur farið fram mikil vinna hjá Landmælingum Íslands við söfnun og skráningu örnefna. Vitneskja um staðsetningu örnefna er víða að tapast og til að bjarga þessum menningarverðmætum frá glötun er brýn þörf á aðkomu eldri kynslóða við söfnun og skráningu þeirra. Mikilvægt er að vinna með staðkunnugum heimamönnum og hafa starfsmenn Landmælinga Íslands hitt fólk víðsvegar á landinu vegna þessarar vinnu.

Bjarney Guðbjörns­dótt­ir, starfsmaður hjá Land­mæl­ing­um Íslands sagði fyrr í þessum mánuði í viðtali við mbl.is, leit­ar þessa dag­ana að ör­nefna­vitr­ing­um. Fólki sem þekk­ir hverja þúfu og hríslu á af­mörkuðum landsvæðum hér­lend­is. Öllum þeim sem telja sig vel kunn­uga staðhátt­um og eru til í að aðstoða við að skrá þau menn­ing­ar­verðmæti sem ör­nefni eru inn á landa­kort.

Bjarney starfar meðal ann­ars við að hafa ut­an­um­hald með ör­nefna­grunni Land­mæl­inga.

Fram kemur í viðtalinu við Bjarney hversu ánægð hún sé með að fólk sé til­búið að gefa tíma sinn í að hjálpa til við þetta verk­efni, en frá því hún setti inn ákall um aðstoð á ör­nefna­hóp­inn á Face­book hef­ur hún fengið fjölda pósta frá fólki sem vill hjálpa til. Áhuga­sam­ir geta haft sam­band við Bjarn­eyju á net­fangið [email protected].