Opinn fundur um hagsmuni Eyjamanna!

Páll Magnússon

Í kvöld, þriðjudag, kl. 20:15 verð ég með opinn fund í Akóges. Meginefni fundarins verða þau málefni þar sem hagsmunir bæjarbúa eiga beinan og daglegan snertiflöt við ríkisvaldið; samgöngumál, heilbrigðisþjónusta, framhaldsmenntun og mál sem snúa að sýslumannsembætti og lögreglu. Að ógleymdu því sem snýr að atvinnustarfseminni í bænum – ekki síst sjávarútvegi og fiskveiðistjórnun auk ferðaþjónustu.

Ég mun hafa stutta framsögu um stöðu þessara mála frá mínum bæjardyrum séð – en þessi fundur er ekki síður haldinn til að mér gefist færi á að hlusta fremur en tala!

Orð eru til alls fyrst og það kemur ekkert í staðinn fyrir milliliðalaus samskipti af þessu tagi. Því vil ég hvetja fólk til að mæta á fundinn; hann er öllum opinn og allir velkomnir.

Jeep – rafknúinn
JEEP- rafknúinn 02

 

 

Páll Magnússon

Epoxy gólf – SS Gólf ehf

Mest lesið