Íþróttabandalag Vestmannaeyja hélt árlegt uppskeruhóf sitt í kvöld. Það var Kári Kristján Kristjánsson sem var valin íþróttamaður Vestmannaeyja 2019. Íþróttafólk æskunnar voru valin þau Helena Jónsdóttir knattspyrnu- og handboltakona, Clara Sigurðardóttir knattspyrnukona og kylfingurinn Kristófer Tjörvi Einarsson.

Helga Jóhanna Harðardóttir formaður Fjölskyldu- og tómstundaráðs veitti viðurkenningar Vestmannaeyjabæjar til Íslandsmeistara ársins 2019 og til íþróttafólks sem lék með landsliðum fyrir hönd ÍBV árið 2019.

Stefán Jónsson færði Dóru Björk Gunnarsdóttur skjöld og gjöf með kæru þakklæti fyrir vel unnin störf fyrir ÍBV íþróttafélag.

Verðlaunahafar:

Íþróttamaður Vestmannaeyja árið 2019
Kári Kristján Kristjánsson
Íþróttamaður æskunnar árið 2019
Yngri- Helena Jónsdóttir
Eldri- Clara Sigurðardóttir og Kristófer Tjörvi Einarsson
Íþróttamenn aðildarfélaga árið 2019:

Fimleikafélagið Rán: Anna María Lúðvíksdóttir

Golfklúbbur Vestmannaeyja: Lárus Garðar Long

ÍBV íþróttafélag:
Handbolti: Fannar Þór Friðgeirsson og Arna Sif Pálsdóttir
Fótbolti: Telmo Castanheira og Clara Sigurðardóttir

Íþróttafélagið Framherjar Smástund/KFS: Tómas Bent Magnússson

Íþróttafélagið Ægir: Katrín Helena Magnúsdóttir

Sundfélag ÍBV: Eva Sigurðardóttir

Sérstök viðurkenning: Björgvin Eyjólfsson

Silfur merki ÍBV hlutu:
Anna Hulda Ingadóttir
Dóra Björk Gunnarsdóttir
Guðni Davíð Stefánsson
Jón Árni Ólafsson
Sesselja Pálsdóttir
Stefán Sævar Guðjónsson
Viðar Einarsson