Á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær var kynnt hönnun á Vigtartorgi frá Eflu. Ráðið samþykkir að hefja framkvæmdir í samræmi við fjárhagsáætlun. Tekið er fram í fundargerð að verkið sé umfangsmikið og nauðsynlegt að áfangaskipta því.

Ólafur Þór Snorrason sagði í samtali við Eyjafréttir að hönnunin væri spennandi en um tillögu að ræða og ljóst að ekki væri hægt að framkvæma alla liði hennar.
Samkvæmt meðfylgjandi teikningu er gert ráð fyrir miklum breytingum á svæðinu. Þar má meðal annars sjá yfirbyggt útisvið, sölubása, legurbekki, fjölbreytt leiktæki, sögutorg um hina ýmsu atburði í Vestmannaeyjum og margt fleira. (hægt er að stækka myndina með að smella á hana)