Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar hefur samþykkt að kynna tillögu að deiliskipulagi skv. 40. gr. laga nr. 123/2010. Um er að ræða nýtt deiliskipulag á athafnasvæði AT-3 við Dalaveg (norðan við flugvallarlandið)
Skipulagsdrög eru nú kynnt fyrir hagsmunaaðilum, umsagnaraðilum og almenningi. Helsta markmið með gerð nýs deiliskipulags er að fjölga lóðum fyrir blandaða atvinnustarfsemi í Vestmannaeyjum, með það að leiðarljósi að fjölbreytt starfsemi geti verið á svæðinu. Lögð verður rík áhersla á góða nýtingu svæðisins þar sem land í Vestmannaeyjum er takmörkuð auðlind.