Fulltrúar Vestmannaeyja ánægðir með athygli og áhuga

Icelandair heldur Mid-Atlantic ferðaràðstefnuna. Þetta er stærsta og mikilvægasta ferðasýning sem haldin er àrlega á Íslandi. Fyrir hönd Vestmannaeyja eru Kristín Jóhannsdóttir, Magnús Bragason, Alma Ingólfsdóttir og Alma Rós Þórsdóttir. Hópurinn frá Eyjum er afar ánægðir með heimsóknirnar á básinn og spennt og bjartsýn fyrir ferðaárinu 2020. (meira…)
Fiskeldi um 10% af verðmæti útfluttra sjávarafurða

Útflutningsverðmæti eldisafurða nam 25 milljörðum króna á árinu 2019, sem er 90% aukning frá fyrra ári. Hefur útflutningsverðmæti eldisafurða aldrei verið meira og rímar þessi þróun vel við spá okkar fyrir árið. Í erlendri mynt var aukningin aðeins minni, eða 75%, þar sem gengi krónunnar veiktist um tæp 8% á milli ára sé tekið mið […]
Kærkomin blíða (myndband)

Ævar Líndal háseti á Dala-Rafni sendi okkur þetta myndband sem hann tók á landleið í blíðunni í gær. Eins og sjá má var renni blíða hjá strákunum. Dala Rafn kom í land með 150 kör eftir fjóra daga á veiðum. En skipstjóri í túrnum var Ingi Grétarsson. (meira…)
Umhverfisstofnun biður veiðimenn að hlífa teistunni

Nú er svartfuglsveiðitíminn í algleymingi og ljóst að margir nýta sér að komast út á sjó þegar dúrar milli lægða. Teista hefur verið friðuð fyrir skotveiðum síðan árið 2017, enda á stofninn undir högg að sækja. Orsakirnar eru m.a. taldar vera afrán minks, en teistum er einnig mjög hætt við að lenda í grásleppunetum. Við […]
Loksins komin langþráð bongóblíða

Ísfisktogarinn Smáey VE landaði fullfermi eða 70 tonnum í Vestmannaeyjum sl. þriðjudag og kom aftur inn í morgun með rúmlega 30 tonn. Heimasíðan ræddi við Egil Guðna Guðnason stýrimann og spurði hvernig veiðar hefðu gengið. „Það verður að segjast að veiðarnar gengu vel. Í fyrri túrnum vorum við í Breiðamerkurdýpinu og uppistaða aflans þar var […]
Íbúafundur um niðurstöður þjónustukönnunar Gallup

Á fundinum verða kynntar helstu niðurstöður viðhorfskönnunar um þjónustu sveitarfélagsins við íbúa Vestmannaeyjabæjar. Markmiðið er að upplýsa bæjarbúa um stöðu þjónustunnar í Vestmannaeyjum og leita eftir viðbrögðum um hvað megi betur fara og hvernig hægt er að bæta þjónustuna. 18:00 – 18:30 Kynning á þjónustukönnun Gallup – Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri 18:30 – 19:30 […]