Bein útsending frá Íbúafundi í Eldheimum kl. 18:00

Nú er að hefjast bein útsending frá Íbúafundi. Á fundinum verða kynntar helstu niðurstöður viðhorfskönnunar um þjónustu sveitarfélagsins við íbúa Vestmannaeyjabæjar. Markmiðið er að upplýsa bæjarbúa um stöðu þjónustunnar í Vestmannaeyjum og leita eftir viðbrögðum um hvað megi betur fara og hvernig hægt er að bæta þjónustuna. (meira…)

Hvölunum mun fjölga

Andy Bool, forstjóri Sealife-Trust, var staddur á Íslandi í síðustu viku. Við settumst niður með honum og fórum yfir stöðuna á safninu og ræddum framtíðina. Andy sagðist ánægður með gang mála og hvernig þessir fyrstu mánuðir hafa gengið fyrir sig. Það reyndi mikið á alla sem komu að því að skipuleggja flutninginn á dýrunum hingað […]

Sprengja í Sagnheimum

Við skráningu safnmuna á Sagnheimum kom í ljós að í fórum safnsins var hlutur sem leit út fyrir að vera einhverskonar sprengja. Engar upplýsingar voru á hlutnum, hvaðan hann kom eða hvenær. „Að sjálfsögðu hefði það verið óábyrgt af safnstjóra að gera ekki neitt og því tókum við myndir af sprengjunni og sendum til Landhelgisgæslunnar […]

Dásamlegar stundir með einstökum börnum

Talsverð vöntun er á stuðningsfjölskyldum fyrir börn með fötlunargreiningu. Sigurlaug Vilbergsdóttir, ráðgjafarþroskaþjálfi, sér um þessi mál hjá bænum. „Við höfum auglýst talsvert, en viðbrögð hafa verið lítil,“ segir Sigurlaug. Svigrúm fyrir allskyns vinnutíma Að vera stuðningsfjölskylda eða -foreldri þýðir að barn er tekið til dvalar á heimili stuðningsaðila, með það að markmiði að styðja foreldra […]

Súlukast í höfninni í Eyjum (myndband)

Mikið súlukast hefur verið í Vestmannaeyjahöfn undanfarna daga. Virðist sem súlan sæki sér þar smá síld sem ratað hefur í höfnina. Súlan er stærsti sjófugl Evrópu með vænghaf milli 170 til 180 cm og fuglinn sjálfur um 90 til 100 cm langur. Þær steypa sér hátt úr lofti, úr 10 til 40 metra hæð og […]

Clara í Selfoss

Unglingalandsliðskonan Clara Sigurðardóttir skrifaði í dag undir samning við knattspyrnudeild Selfoss. Clara, sem er 18 ára gamall miðjumaður, hefur leikið 57 leiki í efstu deild og bikar með ÍBV en hún er uppalin í Vestmannaeyjum. Þá hefur hún leikið 6 leiki með U19 ára landsliði Íslands, 16 leiki með U17 og 13 leiki með U16. […]

Þetta er svo sannarlega fínn bátur

Hinn nýi ísfisktogari Bergs-Hugins, Bergey VE, kom úr sinni fyrstu alvöru veiðiferð til heimahafnar í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Aflinn var fullfermi eða um 75 tonn. Heimasíðan ræddi við Jón Valgeirsson skipstjóra og spurði fyrst hvar skipið hefði verið að veiðum. „Við byrjuðum út af Vík í Mýrdal, fórum síðan í Skeiðarárdýpið og undir lokin vorum […]

“Sumar” lokanir á HSU – nánar í nýjasta tölublaði Eyjafrétta

Staða HSU í Vestmannaeyjum var rædd á fundi bæjarráðs í gær. Meðal annars voru ræddar sumarlokanir sem enn eru í gangi. Díana Óskarsdóttir forstjóri HSU var á fundinum í gegnum fjarfundarbúnað. Niðurstaða bæjarráðs var eftirfarandi. “Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að þau rými sem eru á sjúkradeild HSU séu opin. Sumarlokanir eru enn í gangi hjá […]

Yfir helmingur aflahlutdeildar í loðnu á skipum í Vestmannaeyjum og Fjarðarbyggð

Loðna hefur lengi verið einn af mikilvægustu fiskistofnum landsins. Árin 2016-18 nam útflutningsverðmæti loðnu að meðaltali um 18 ma.kr. Aðeins útflutningsverðmæti þorsks var hærra, eða 95 ma.kr. Árið 2019 var engin loðna veidd en útflutningsverðmæti birgða nam ríflega 8 ma.kr. Þetta kemur fram í frétt sem birtist á vef Fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Enn hefur loðna […]

Loðnubrestur getur haft varanlegar afleiðingar

Fulltrúar þriggja japanskra sjávarútvegsfyrirtækja voru í heimsókn á Íslandi í síðasta mánuði. Þar voru á ferðinni aðilar frá fyrirtækjunum Maruha Nichiro, Okada Suisan and Azuma foods. Tilgangur ferðarinnar var að hitta íslenska framleiðendur og stjórnvöld og fara yfir hverjar afleiðingar loðnubrests annað árið í röð kunna að verða. Þrír þessara aðila héldu erindi í Þekkingarsetri […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.