Fulltrúar þriggja japanskra sjávarútvegsfyrirtækja voru í heimsókn á Íslandi í síðasta mánuði. Þar voru á ferðinni aðilar frá fyrirtækjunum Maruha Nichiro, Okada Suisan and Azuma foods. Tilgangur ferðarinnar var að hitta íslenska framleiðendur og stjórnvöld og fara yfir hverjar afleiðingar loðnubrests annað árið í röð kunna að verða.

Þrír þessara aðila héldu erindi í Þekkingarsetri Vestmannaeyja en þar er mánaðarleg fundarröð um sjávarútveg þar sem rúmlega 100 aðilum sem tengjast sjávarútvegi í Eyjum er boðin þátttaka. Erindið var fróðlegt. Þar var ítarleg kynning á fyrirtækjunum þremur og umsvifum þeirra. Það var þungur tónn í ræðumönnum sem óttuðust það að loðnubrestur í ár yrði til þess að valda varanlegum skaða á þessum markaði. Allt stefnir í það að loðnuafurðir fyrri ára verði uppseldar um mitt ár.

Efni á þessari síðu er aðeins fyrir áskrifendur. Vinsamlegast skráðu þig inn til að lesa meira eða gerast áskrifandi.

Existing Users Log In