Mikið súlukast hefur verið í Vestmannaeyjahöfn undanfarna daga. Virðist sem súlan sæki sér þar smá síld sem ratað hefur í höfnina.

Súlan er stærsti sjófugl Evrópu með vænghaf milli 170 til 180 cm og fuglinn sjálfur um 90 til 100 cm langur. Þær steypa sér hátt úr lofti, úr 10 til 40 metra hæð og lóðrétt niður ef að fiskurinn er djúpt í sjó. Loftsekkir framan á fuglinum verkar sem púðar og í kastinu mynda beinagrind og vöðvar spjótlaga líkamsform.

Myndbandið hér að ofan var tekið í dag, miðvikudaginn 5. febrúar.