Bæjarstjórn ákvað á fundi sínum í 28. mars 2019 að láta vinna greininguna. um samfélagsleg áhrif loðnubrestsins á Vestmannaeyjar. Til þess að átta sig á umfanginu og að hægt sé að bregðast við og kalla eftir aðgerðum ef að það yrði aftur loðnubrestur. Hrafn Sævaldsson var fengin til þess að vinna greininguna. Skýrslan var kynnt í bæjarráði í vikunni þar er meðal annars listuð upp afkastageta fyrirtækjanna þriggja í Eyjum í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski.

Afkastageta fyrirtækjanna þriggja í Eyjum er mjög mikil í veiðum og vinnslu á
uppsjávarfiski. Fyrirtækin hafa komið sér upp góðum og öflugum búnaði til vinnslu á
loðnu og öðrum uppsjávarafurðum. Mikil sjálfvirkni er í uppsjávariðnaðinum. Mikið
magn er að fara í gegnum þessi framleiðslutæki á mjög stuttum tíma. Nútíma
uppsjávariðnaður krefst mikilla fjárfestinga í tækjum og búnaði. Sem dæmi þá kosta tvö
nýjustu uppsjávarskipin sem nú eru í smíðum fyrir Íslendinga um 4,5 milljarða hvort
skip. Mikið af búnaði í uppsjávariðnaði er einungis nýttur í loðnuvinnslu. Afkastageta
tækja og búnaðar fyrirtækja í Eyjum er eftirfarandi:

– 6 uppsjávarveiðiskip
– Burðargeta skipa: 12.400 m3
– 3 fiskimjölsverksmiðjur sem geta brætt um 900 tonn hver á sólarhring. Samtals
2700 tonn, þar af 1800 tonn í Eyjum
– 3 frystihús og eitt frystiskip geta fryst um 1200 tonn á sólarhring, þar af 900
tonn í Eyjum
– Afkastageta við hrognatöku er um 650 tonn, þar af um 500 tonn í Eyjum
– Hráefnisgeymslurými á afla til vinnslu í fiskimjölsverksmiðjum er 21.800 tonn,
þar af 16.800 tonn í Eyjum
– Við hrognatöku má gera ráð fyrir að framleiðslutæki uppsjávarfyrirtækjanna í
Eyjum séu að framleiða, fryst loðnuhrogn, mjöl og lýsi fyrir um 600 mkr. á
sólarhring, þar af 450 mkr. í Eyjum, eða rúmlega 100 þús. pr. íbúa m.v. vænt
afurðaverðmæti árið 2019
– Meðan á frystingu á heilli loðnu stendur má gera ráð fyrir að framleiðslutæki
uppsjávarfyrirtækjanna í Eyjum séu að framleiða, frosna loðnu, mjöl og lýsi fyrir
um 300 mkr. á sólarhring, þar af 235 mkr. í Eyjum m.v. vænt afurðaverðmæti
árið 2019