Sá sjaldgæfi atburður átti sér stað í gær að flugvél flugfélagsins Ernis snjóaði inni á Vestmannaeyjaflugvelli. “Vélin lenti hérna í gær og þá var bara að byrja að snjóa það þyngdist það hratt að ekki var hægt að koma henni á loft aftur. Þetta er í annað skiptið sem þetta gerist síðan ég byrjaði hérna fyrir 18 árum,” sagði Hannes Kristinn Sigurðsson hjá flugfélaginu Örnum.

Önnur flugvél heldur uppi áætlun núna í morgunsárið en Hannes reiknaði með að hin vélin færi frá Eyjum þegar líður á daginn. “Það er komin ágætis klakabrynja yfir hana við þurfum að afísa hana og þá ætti hún að komast aftur í bæinn,” sagði Hannes að lokum.