Dregið var í undanúrslit Coca Cola bikarsins nú rétt í þessu í Smárbíó. ÍBV mætir Haukum í final four í Laugardalshöll 5. mars klukkan 18:00. Í hinni viðureigninni mætast Afturelding og Stjarnan klukkan 20:30.

Undanúrslitin fara fram í Laugardalshöll 4. mars hjá konunum og þann fimmta hjá körlunum. Úrslitaleikirnir verða svo leiknir laugardaginn 7. mars.