Eyjakrakkar í hæfileikamótun HSÍ

Hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins fer fram helgina 28.febrúar til 1.mars.

Þar æfa strákar og stúlkur fædd 2006 undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar og Rakelar Daggar Bragadóttur en þar fá leikmenn smjörþefinn af því hvernig yngri landslið HSÍ æfa.

Við í ÍBV eiga fulltrúa, bæði í stúlku- og strákahópnum, sem við eru ótrúlega stolt af.

vsv-sumarvinna2020

Fulltrúar ÍBV í þessu verkefni eru:
Í stúlkuhópnum:
Herdís Eiríksdóttir og Júnía Eysteinsdóttir
Í strákahópnum:
Auðunn Sindrason, Birkir Björnsson, Jason Stefánsson

Við óskum krökkunum til hamingju með valið og góðs gengis í þessu verkefni.

 

Mest lesið