Nú er það rautt – víða lokað fyrir hádegi

Veðurstofan hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og Suðurland. Austan rok eða ofsaveður eða jafnvel fárviðri, 28-35 m/s. Búast má við hættulegum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 55 m/s, einkum undir Eyjafjöllum, við Ingólfsfjall og á heiðum. Snjókoma með köflum og mikill skafrenningur líklegur. Miklar samgöngutruflanir og niðurfelling þjónustu líkleg. Sjávarstaða er hækkuð og […]
Heimaey fer í loðnuleit á sunnudag

Heimaey skip Ísfélags Vestmannaeyja fer til liðs við Árna Friðriksson við loðnuleit á sunnudag. Full ástæða þykir til að halda mælingum áfram og gera þriðju mælinguna á grunni fyrri mælinga. Árni Friðriksson byrjaði þá mæliyfirferð 11. febrúar og mun Heimaey ásamt öðrum skipum bætast við í mælinguna um og eftir helgi þegar óveður helgarinnar gengur […]
Enginn milljarður á morgun

Dansbyltingunni Milljarður rís sem fara átti fram í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja á morgun klukkan 12.15-13.00 hefur verið aflýst. „Appelsínugul viðvörun er á landinu öllu sem tekur gildi í nótt og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi fyrir allt landið. Sökum þessa hefur verið ákveðið að aflýsa Milljarði rís á morgun, föstudaginn 14. febrúar,“ segir í tilkynningu […]
Framhaldsskólinn lokaður fyrir hádegi á morgun

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum fellir niður kennslu og verður lokaður í fyrramálið vegna veðurs. Stefnt er að því að hann opni aftur kl. 12.30. Skólinn bætist því við fjölmörg fyrirtæki og stofnanir sem ætla að hafa lokað fram yfir hádegi vegna veðurofsans sem gengur yfir í morgunsárið á morgun. Enda hefur lögreglan beint því til fólks […]
Engar ferðir með Herjólfi á morgun

Herjólfur var að senda frá sér eftirfarandi tilkynningu. “Í ljósi fyrirhugaðrar veðurspár og siglingar aðstæðna hafa skipstjórar Herjólfs tekið ákvörðun að fella niður siglingar ferðir föstudagsins, 14. febrúar. En sú ákvörðun er tekin með öryggi farþega og áhafnar í huga. Engar ferðir 14. Febrúar” (meira…)
Stofnanir bæjarins lokaðar fyrir hádegi á morgun – Skólahald fellur niður

Vegna spár Veðurstofu Íslands um ofsaveður í nótt og fyrramálið (föstudaginn 14. febrúar nk.) og tilkynningu frá lögreglu, hefur Vestmannaeyjabær ákveðið að loka stofnunum bæjarins í fyrramálið og fram að hádegi. Ekkert skólahald verður í Grunnskóla Vestmannaeyja allan morgundaginn. Leikskólinn Kirkjugerði, leikskólinn Sóli, fimm ára deildin Víkin og íþróttahúsið, þ.m.t. sundlaugin, opna kl. 12 á […]
Lögreglan biður fólk að vera heima á meðan versta veðrið gengur yfir

Lögreglan í Vestmannaeyjum bendir að afar slæm veðurspá er fyrir landið og hefur veðurstofan sett á appelsínugula viðvörun fyrir landið allt. Veðrið verður verst á spásvæði Suðurlands og þar eru Vestmannaeyjar undir. Spáð er austanátt, allt að 37 m/sek og mun meira í hviðum. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á öllu landinu. Almannavarnir eru […]
Hlynur bætti eigið Íslandsmet

Hlaupakappinn Hlynur Andrésson sló eigið Íslandsmet í einnar mílu (1,609 km) hlaupi á innanhúsmóti í Athlon í Írlandi í gær. Hlynur hljóp vegalengdinga á 4:03,61. Hlynur bætti þar með eigið met uppá 4:05,78 sem hann setti í árið 2017. Eþíópíumaðurinn Samuel Tefera kom fyrstur í mark á tímanum 3:55,86 en Hlynur hafnaði í sjöunda sæti. […]
Ekki hægt að mæla með veiðikvóta – leit haldið áfram eftir helgi

Bráðabirgðaniðurstaða loðnumælinga dagana 1.-9. febrúar liggur nú fyrir. Heildarmagn hrygningarloðnu samkvæmt henni er 250 þúsund tonn og hefur þá ekki verið tekið tillit til áætlaðra affalla úr stofninum vegna afráns fram að hrygningu. Þessi mæling byggir á yfirferð sem í þátt tóku RS Árni Friðriksson og uppsjávarveiðiskipin; Aðalsteinn Jónsson SU, Börkur NK, Margrét EA og […]
Óveðursmyndband

Nú stefnir enn ein óveðurslægðin yfir landið og fólk beðið að huga að sínu nær umhverfi og binda niður lauslega hluti. Félagarnir Olegs og Sergei sem koma frá Lettlandi en búa í Vestmannaeyjum gerðu þetta myndband um óveðrið sem gekk yfir Vestmannaeyjar þann 10. desember síðastliðinn. Augljóst er að töluverð vinna liggur að baki myndbandinu […]